• Lögmaður skal ætíð gefa skjólstæðingi hlutlægt álit á málum hans

  • Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu

  • Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum

  • Lögmaður skal vera óháður í starfi og standa vörð um sjálfstæði lögmannastéttarinnar

Lögfræðistofa Reykjavíkur leggur áherslu á alhliða lögmannsþjónustu fyrir innlend og erlend fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. 


Lögmenn Lögfræðistofu Reykjavíkur hafa það markmið að tryggja viðskiptavinum sínum trausta og áreiðanlega lögmannsþjónustu. Innan vébanda LR eru sérfræðingar á helstu sviðum lögfræðinnar en styrkur stofunnar felst ekki síst í þverfaglegri þekkingu lögmanna hennar sem nýtist við alla almenna hagsmunagæslu sem og ef til málarekstrar fyrir dómstólum kemur. Lögmenn stofunnar hafa áratugalanga starfsreynslu af ágreiningsmálum og álitaefnum sem reynt getur á í viðskiptum og samskiptum manna á milli. Lögfræðistofa Reykjavíkur er því vel í stakk búin til þess að sinna af kostgæfni öllum þeim fjölbreyttu lagalegu viðfangsefnum sem sinna þarf í nútímaþjóðfélagi.

Umsögn Lögfræðistofu Reykjavíkur hjá matsfyrirtækinu Legal 500 má finna hér.

Skrifstofan er opin frá kl. 9:00 til 16:00 alla virka daga.

Tilkynning: Acta lögmannsstofa sameinast Lögfræðistofu Reykjavíkur

Acta lögmannsstofa hefur sameinast Lögfræðistofu Reykjavíkur og tók sameiningin gildi hinn 1. apríl sl. Eigendur Acta lögmannsstofu sem eru fimm, hafa því bæst í hóp eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur og saman mynda sextán eigendur öfluga lögmannsstofu sem er meðal þeirra stærstu á landinu. Báðar stofurnar eru rótgrónar lögmannsstofur sem bjóða sérhæfða lögmannsþjónustu við fyrirtæki, opinbera aðila og einstaklinga. Allir lögmenn hafa víðtæka reynslu af málflutningi og almennum lögfræðistörfum, auk þess að búa yfir starfsreynslu úr íslensku viðskiptalífi og stjórnsýslu. Eigendur Lögfræðistofu Reykjavíkur eru nú sextán, þar af eru sjö með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Lögfræðistofa Reykjavíkur rekur jafnframt innheimtuþjónustu undir nafni Innheimtustofu Reykjavíkur og nýlega var sett á stofn fasteignasalan Nýhöfn.